Verstappen með enn einn sigurinn

Max Verstappen er óstöðvandi í Formúlu 1.
Max Verstappen er óstöðvandi í Formúlu 1. AFP/Luis Gene

Hollenski ökuþórinn Max Verstappen, sem keyrir fyrir Red Bull Racing, vann enn eina keppnina á þessu tímabili í dag þegar hann kom fyrstur í mark í Barcelona-kappakstrinum í Formúlu 1.

Verstappen leiddi frá fyrstu sekúndu til þeirrar síðustu í keppninni í dag og kom rúmum tuttugu sekúndum á undan Mercedes-ökuþórnum Lewis Hamilton, sem endaði í öðru sæti, í mark.

Mercedes átti tvo ökuþóra í topp þremur því breski ökuþórinn George Russell endaði þriðji.

Eftir sigurinn í dag er Max Verstappen í efsta sæti í keppni ökumanna með 170 stig. Liðsfélagi hans, Sergio Pérez, er í öðru sæti með 117 stig. Þá er Spánverjinn Fernando Alonso í þriðja sæti með 99 stig en Alonso keyrir fyrir Aston martin.

Næsta keppni fer fram dagana 16. - 18. júní þegar keppt verður í Kanada.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert