Síðasta keppnishelgi Formúlu 1 á tímabilinu er hafin en kappaksturinn fer fram í Abú Dabí um helgina.
Helgin verður æsispennandi þrátt fyrir að Max Verstappen sé orðinn heimsmeistari í Formúlunni því bæði Ferrari og Mercedes berjast nú um annað sætið í keppni bílasmiða þar sem einungis fjögur stig skilja liðin að.
Mercedes er í öðru sæti bílasmiða fyrir kappaksturinn á sunnudag, með 392 stig, en Ferrari í því þriðja með 388 stig. Mikið er í húfi fyrir bæði lið þar sem um 10 milljón dollara munur er í verðlaunafé á öðru og þriðja sæti og getur það skipt sköpum fyrir næsta tímabil. Einnig verður áhugaverð baráttan milli McLaren og Aston Martin en 11 stig skilja liðin að í fjórða og fimmta sætinu.
Kappaksturinn í Abú Dabí hefst á morgun klukkan 13.00