Fékk áminningu fyrir ummæli sín

Ökuþórinn Sergio Perez keyrir fyrir Red Bull Racing í Formúlu …
Ökuþórinn Sergio Perez keyrir fyrir Red Bull Racing í Formúlu 1. AFP

Formúlu 1-ökuþórinn Sergio Perez fékk áminningu eftir síðasta kappakstur tímabilsins fyrr í dag. Sergio Perez fékk fimm sekúndna refsingu í kappakstrinum eftir árekstur hans við breska ökuþórinn Lando Norris.

Perez kom annar í mark en vegna refsingarinnar datt hann niður í fjórða sætið og lét hann skoðun sína á dómurunum í ljós í beinni útsendingu. „Þessir dómarar eru grín, ég trúi þessu ekki. Þeir eru búnir að vera lélegir allt tímabilið, en þetta er grín,“ sagði hann. Perez var kallaður á fund með dómara eftir keppnina til þess að ræða ummælin og var sakaður um brot á reglum hvað persónuleg ummæli varðar. 

Sergio Perez slapp hins vegar við aðra refsingu þar sem hann bað dómarana innilega afsökunar á ummælunum um leið og hann mætti á fundinn. 

„Ökuþórinn baðst innilegrar afsökunar á ummælunum til allra dómara og útskýrði að ummælin hafi verið sögð í hita leiksins og óvitandi að hann væri í beinni útsendingu. Hann sá eftir því að hafa komist svo að orði um dómarana og því fær hann enga refsingu heldur einungis áminningu“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert