Hollenski ökuþórinn Max Verstappen bar sigur úr býtum í kappakstrinum í Abú Dabí, en kappaksturinn var sá síðasta á þessu tímabili í Formúlu 1.
Max Verstappen byrjaði á ráspól í dag og kláraði tímabilið á sigri, en nánast engum ökuþór hefur tekist að halda aftur af Hollendingnum á tímabilinu.
Með sigrinum fór Verstappen upp í þriðja sæti yfir fjölda sigra í Formúlu 1, upp fyrir Sebastian Vettel, en fyrir kappaksturinn í dag voru þeir báðir með 53 sigra og en 19 af þessum 53 sigrum komu á þessu tímabili einu og sér.
Max Verstappen var orðinn heimsmeistari í Formúlu 1 þegar sex keppnishelgar voru eftir og endar tímabilið með 575 stig, sem er metfjöldi, og vann hann allar keppnir tímabilsins, nema eina.
Augu flestra voru þó á liðunum Mercedes og Ferrari um helgina þar sem liðin voru nánast jöfn í keppni bílasmiða um annað sætið. Charles Leclerc, sem keyrir Ferrari, skilaði sínu í dag en hann lenti í öðru sæti á eftir Verstappen. Það dugði þó ekki til þar sem Mercedes-menn náðu fleiri stigum í dag.