Lewis Hamilton segir framkomuna óásættanlega

Susie Wolff, framkvæmdarstjóri F1 Academy, og eiginmaður hennar, Toto Wolff. …
Susie Wolff, framkvæmdarstjóri F1 Academy, og eiginmaður hennar, Toto Wolff. Toto er liðsstjóri keppnisliðs Mercedes í Formúlu 1. AFP

Lewis Hamilton, segir framkomu stjórnar Formúlu 1 í garð hjónanna Toto Wolff og Susie Wolff óásættanlega eftir að stjórnin hóf rannsókn á hjónunum.

Susie Wolff er framkvæmdarstjóri F1 Academy, sem er kvennadeild Formúlunnar og var sett á laggirnar fyrr á árinu. Eiginmaður hennar er liðsstjóri keppnisliðs Mercedes Benz í Formúlu 1 og átti rannsóknin að skoða hvort ólöglegt samráð sé á milli hjónanna.

Í kjölfar tilkynningarinnar á rannsókninni birtu níu keppnislið í Formúlu 1 yfirlýsingu þar sem rannsókninni var mótmælt með sönnun á því að engin af þeim liðum hefðu kallað eftir þessari rannsókn. 

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton.
Breski ökuþórinn Lewis Hamilton. AFP

„Þetta er búin að vera erfið vika, að sjá stjórn íþróttarinnar reyna að draga niður eina ótrúlegustu konu í geiranum og besta kvennleiðtoga sem við höfum fengið í sögu íþróttarinnar, án þess að vera hvorki beðin um það né birta nein sönnunargögn. Afsökunarbeiðnin var léleg og þetta er óásættanlegt.“

Wolff sagði í viðtali um helgina að hún væri sár yfir þessum ásökunum. „Þetta er mjög sárt en kemur mér ekki á óvart, það er verið að dæma mig út frá hjónabandi mínu en ekki hæfileikum mínum.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert