Max Verstappen, heimsmeistari síðustu þriggja ára, verður á ráspól í Japanskappakstrinum í Formúlu 1 í fyrramálið eftir að hann bar sigur úr býtum í tímatökunni á Suzuka-brautinni í dag.
Verstappen vann tvær fyrstu keppnir ársins, en féll úr leik í Ástralíukeppninni um síðustu helgi. Liðsfélagi hans Sergio Pérez varð annar í dag og Lando Norris á McLaren þriðji.
Þar á eftir komu þeir Carlos Sainz á Ferrari, Fernando Alonso á Aston Martin og Oscar Piastri á McLaren. Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton varð sjöundi á Mercedes-bíl sínum.