Verstappen á ráspól með McLaren strákana á eftir sér

Max Verstappen.
Max Verstappen. AFP/ANDREJ ISAKOVIC

Max Verstappen, ökumaður Red Bull í Formúlu 1, byrjar á ráspól í Austurríki á morgun klukkan 13.

Verstappen byrjaði fremstur í morgun en Lando Norris, sem keyrir fyrir McLaren, komst fram úr honum. Hann tók forystuna í augnablik áður en bæði Verstappen og liðsfélagi Norris, Oscar Piastri, komust báðir fram úr honum í sömu beygju.

Verstappen endaði á að vinna með 4,6 sekúndum en á eftir honum komu Piastri og Norris í mark.

Fremstu átta á morgun:

1) Max Verstappen, Red Bull

2) Oscar Piastri, McLaren

3) Lando Norris, McLaren

4) George Russell, Mercedes

5) Carlos Sainz, Ferrari

6) Lewis Hamilton, Mercedes

7) Charles Leclerc, Ferrari

8) Sergio Perez, Red Bull

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert