Norris pirraður eftir áreksturinn

Breski ökuþórinn Lando Norris.
Breski ökuþórinn Lando Norris. AFP

Lando Norris, ökumaður McLaren í Formúlu 1 var ósáttur með Max Verstappen sem keyrir fyrir Red Bull en þeir lentu í árekstri í keppninni sem fór fram í Austurríki í dag.

„Ég er vonsvikinn, ekkert meira en það. Ég hefði sagt að þetta væri sanngjörn barátta, sterk barátta en ég get ekki sagt það fyrst þetta endaði svona.

Það er erfitt að sætta sig við þetta, ég gerði engin mistök alla keppnina og finnst mér ég hafa staðið mig vel og ég get tekið fullt af hlutum frá þessari keppni," sagði Norris eftir keppnina. Hann segir að áreksturinn mun hafa áhrif á vinasamband hans við Max Verstappen ef hann axlar ekki ábyrgð.

„Það fer eftir því hvað hann segir. Ef hann segir að hann gerði ekkert rangt þá mun ég missa virðingu fyrir honum en ef hann viðurkennir að það var heimskulegt að keyra á mig þá mun ég bera smá virðingu fyrir honum."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert