Gat ekki hætt að gráta

Lewis Hamilton að fagna sigrinum í gær.
Lewis Hamilton að fagna sigrinum í gær. AFP/Benjamin Cremel

Breski ökumaður­inn Lew­is Hamilt­on sem keyr­ir fyr­ir Mercedes vann Formúlu 1 kapp­akst­ur­inn í Sil­verst­one í Bretlandi í gær en þetta var hans fyrsti sig­ur síðan 2021.

„Ég get ekki hætt að gráta. Frá 2021 hef ég staðið upp alla daga og reynt að berj­ast, æfa og ein­beita mér að verk­efn­inu og gera mitt besta með þessu frá­bæra liði.

Þetta er síðasti kapp­akst­ur­inn minn með Mercedes í Bretlandi svo ég vildi vinna þetta fyr­ir liðið, því ég elska þetta lið. Ég kann svo mikið að meta alla þá erfiðis­vinnu sem liðið hef­ur unnið síðustu ár,“ sagði Hamilt­on eft­ir kapp­akst­ur­inn en hann er að fara yfir í Ferr­ari eft­ir tíma­bilið.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert