Gat ekki hætt að gráta

Lewis Hamilton að fagna sigrinum í gær.
Lewis Hamilton að fagna sigrinum í gær. AFP/Benjamin Cremel

Breski ökumaðurinn Lewis Hamilton sem keyrir fyrir Mercedes vann Formúlu 1 kappaksturinn í Silverstone í Bretlandi í gær en þetta var hans fyrsti sigur síðan 2021.

„Ég get ekki hætt að gráta. Frá 2021 hef ég staðið upp alla daga og reynt að berjast, æfa og einbeita mér að verkefninu og gera mitt besta með þessu frábæra liði.

Þetta er síðasti kappaksturinn minn með Mercedes í Bretlandi svo ég vildi vinna þetta fyrir liðið, því ég elska þetta lið. Ég kann svo mikið að meta alla þá erfiðisvinnu sem liðið hefur unnið síðustu ár,“ sagði Hamilton eftir kappaksturinn en hann er að fara yfir í Ferrari eftir tímabilið.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert