McLaren ökumennirnir fremstir eftir rautt flagg og dramatík

Oscar Piastri, Lando Norris og Max Verstappen sem byrja fremstir …
Oscar Piastri, Lando Norris og Max Verstappen sem byrja fremstir á morgun. AFP/Ferenc Isza

Lando Norris, ökumaður McLaren í Formúlu 1 kappakstrinum, verður á ráspól á morgun í Ungverjalandi.

Á eftir Lando verða liðsfélagi hans, Oscar Piastri, og hollenski Max Verstappen sem keyrir fyrir Red Bull.

Það komu tvö rauð flögg í dag en þeir Sergio Perez, ökumaður Red Bull, og Yuki Tsunoda sem keyrir fyrir RB fóru báðir út af brautinni. Það er í lagi með báða ökumennina.

 

 



Georg Russel, ökumaður Mercedes, náði ekki að klára því hann var ekki með nógu mikið bensín. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton, lenti í fimmta sæti á eftior Carlos Sainz í Ferrari.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert