Reiður út í allt liðið

Toto Wolff ósáttur í dag.
Toto Wolff ósáttur í dag. AFP/Matrin Divisek

Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes-liðsins í Formúlu 1, var ósátt­ur við liðið eft­ir frammistöðu dags­ins.

Lew­is Hamilt­on gekk ágæt­lega í dag og lenti í fimmta sæti en liðsfé­lagi hans, Georg Rus­sel, náði sér ekki á strik.

Hann mun byrja í 17. sæti í Ung­verjalandi á morg­un því hann var ekki með nógu mikið bens­ín til að klára mik­il­væg­an hring í dag.

„Þetta var lé­leg frammistaða hjá bók­staf­lega öll­um sem komu ná­lægt þessu. Að missa bíl á þessu stigi keppn­inn­ar á ekki að ger­ast. Við vor­um líka ekki með nægi­leg­an hraða, mjög, mjög svekkj­andi dag­ur,“ sagði Toto Wolff.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert