Leclerc á ráspól í Bakú

Charles Leclerc ræsir á ráspól á morgun.
Charles Leclerc ræsir á ráspól á morgun. AFP/Andrej Isakovic

Tíma­tök­ur fyr­ir Formúlu 1 kapp­akst­ur­inn í Bakú í Aser­baíd­sj­an fóru fram í dag og verður það Mónakó­bú­inn Char­les Leclerc sem verður á rá­spól í keppn­inni á morg­un.

Leclerc, sem keyr­ir fyr­ir Ferr­ari, varð hraðast­ur allra í tíma­tök­un­um og næst­ur á eft­ir hon­um verður Ástr­al­inn Oscar Pi­astri en hann keyr­ir fyr­ir McLar­en.

Þá er liðsfé­lagi Leclerc hjá Ferr­ari, Car­los Sainz, í þriðja sæti.

Heims­meist­ar­inn Max Verstapp­en náði sér ekki á strik og ræs­ir sjötti en hann get­ur huggað sig við það að hans helsti keppi­naut­ur um heims­meist­ara­titil­inn, Lando Norr­is, ræs­ir í 17. sæti eft­ir að hafa lent í mikl­um vand­ræðum í fyrsta hluta tíma­tök­unn­ar.

Kapp­akst­ur­inn hefst á morg­un, sunnu­dag, klukk­an 11:00.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert