Leclerc á ráspól í Bakú

Charles Leclerc ræsir á ráspól á morgun.
Charles Leclerc ræsir á ráspól á morgun. AFP/Andrej Isakovic

Tímatökur fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Bakú í Aser­baíd­sj­an fóru fram í dag og verður það Mónakóbúinn Charles Leclerc sem verður á ráspól í keppninni á morgun.

Leclerc, sem keyrir fyrir Ferrari, varð hraðastur allra í tímatökunum og næstur á eftir honum verður Ástralinn Oscar Piastri en hann keyrir fyrir McLaren.

Þá er liðsfélagi Leclerc hjá Ferrari, Carlos Sainz, í þriðja sæti.

Heimsmeistarinn Max Verstappen náði sér ekki á strik og ræsir sjötti en hann getur huggað sig við það að hans helsti keppinautur um heimsmeistaratitilinn, Lando Norris, ræsir í 17. sæti eftir að hafa lent í miklum vandræðum í fyrsta hluta tímatökunnar.

Kappaksturinn hefst á morgun, sunnudag, klukkan 11:00.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert