Vilja fækka blótsyrðum

Hamilton hefur þroskast með árunum, að eigin sögn.
Hamilton hefur þroskast með árunum, að eigin sögn. AFP/Andrej Isakovic

Ben Sulayem, formaður alþjóða akst­ursíþrótta­sam­bands­ins (FIA), hef­ur beðið for­svars­menn Formúlu 1 að reyna að stemma stigu við blóts­yrðum og dóna­skap öku­manna í keppn­um.

Í sjón­varps­út­send­ing­um frá Formúlu 1 má gjarn­an heyra sam­skipti öku­manna og starfs­manna liðanna í gegn­um tal­stöðvar­kerfi liðanna en við og við leggja öku­menn áherslu á orð sín með vel völd­um blóts­yrðum.

Þetta þykir Sulayem vera miður og finnst öku­menn þurfa að vanda mál­far sitt þar sem ung­ir áhorf­end­ur hafi ekki gott af því að hlusta á dóna­skap.

Yuki Tsunoda er einn orðljótasti og yngsti ökumaðurinn í Formúlu …
Yuki Tsunoda er einn orðljót­asti og yngsti ökumaður­inn í Formúlu 1. AFP/​Lilli­an Suw­an­rumpha

Lew­is Hamilt­on er sam­mála því að öku­menn mættu passa sig bet­ur

„Ég er sam­mála því að það er of mikið af blóts­yrðum, mikl­ar til­finn­ing­ar eru í spil­inu og menn gleyma því að fullt af fólki, þar á meðal börn, eru að horfa“, sagði heims­meist­ar­inn sjö­faldi.

„Ég hugsaði ekki eins mikið um þetta þegar ég var 22 ára og sum­ir af yngri ökuþór­un­um hafa ekki fattað þetta ennþá en þeir munu lík­lega gera það þegar þeir eld­ast“, bætti Hamilt­on við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert