Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hefur opnað sig um þunglyndi sem hann glímdi við. Hamilton var lagður í einelti í grunnskóla samhliða því að upplifa mikla pressu í kappakstrinum.
„Ég hef glímt við geðheilsu mína í gegnum árin. Ég fékk þunglyndi þrettán ára gamall og átti nokkur erfið ár á þrítugsaldri líka,“ sagði Hamilton við The Times.
Hamilton var fyrsti svarti ökuþórinn í sögu Formúlu 1 þegar hann skaust á stjörnuhimininn einungis 21 árs gamall.
„Maður lærir á sjálfan sig, það sem ég erfði frá foreldrum mínum og mynstrin sem ég þarf að gæta mig á. Ég hef fleiri úrræði í dag,“ sagði hinn 39 ára gamli Hamilton sem enn er í fullu fjöri.
Hamilton mun yfirgefa Mercedes-liðið og keyrir fyrir Ferrari á næsta tímabili.