Ástralinn fyrstur í mark í Kína

Þetta er þriðji sigur Oscar Piastri á ferlinum.
Þetta er þriðji sigur Oscar Piastri á ferlinum. AFP/Hector Retamal

Ástr­al­inn Oscar Pi­astri, sem keyr­ir fyr­ir McLar­en, bar sig­ur úr být­um í kín­verska kapp­akstr­in­um í Formúlu 1 í morg­un.

Liðsfé­lagi Pi­astri, Lando Norr­is, kom ann­ar í mark en hann vann ástr­alska kapp­akst­ur­inn síðustu helgi.

Geor­ge Rus­sell, ökuþór Mercedes, hafnaði í þriðja sæti og ríkj­andi heims­meist­ar­inn Max Verstapp­en kom á eft­ir hon­um í fjórða sæti.

Ferr­ari-menn­irn­ir Char­les Leclerc og Lew­is Hamilt­on enduðu í fimmta og sjötta sæti. 

Upp­fært: 

Char­les Leclerc, Lew­is Hamilt­on og Pier­re Gas­ly hafa all­ir verið dæmd­ir úr leik eft­ir keppn­ina. Dóm­ar­ar móts­ins dæmdu bíla þeirra ólög­lega eft­ir keppni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert