Verstappen óánægður með yfirmennina

Verstappen er ekki sáttur með Red Bull Racing.
Verstappen er ekki sáttur með Red Bull Racing. AFP/Giuseppe Cacace

Helmut Mar­ko, ráðgjafi for­stjóra Red Bull Rac­ing í Formúlu 1, seg­ir að heims­meist­ar­inn Max Verstapp­en sé óánægður með meðferðina sem fyrr­um liðsfé­lagi hans fékk hjá liðinu.

Ný­sjá­lend­ing­ur­inn Liam Law­son var send­ur aft­ur niður í ung­mennalið Red Bull Rac­ing, Rac­ing Bulls, eft­ir að hafa farið stiga­laus í gegn­um fyrstu tvær keppn­ir tíma­bils­ins. Í hans stað kem­ur Jap­an­inn Yuki Tsunoda.

„Við vit­um að Max er ósátt­ur en við þurf­um tvo bíla framar­lega í öll­um keppn­um. Ekki bara fyr­ir okk­ur í keppni um heims­meist­ara­titil bíla­smiða held­ur líka til að hjálpa Max að vinna sinn fimmta heims­meist­ara­titil. Þú get­ur keyrt og keppt af meiri kænsku þannig,“ sagði Mar­ko í viðtali við De Tel­egra­af.

„Við þurft­um að bregðast við áður en Liam missti sjálfs­traustið al­gjör­lega. Við meg­um ekki gleyma því að fer­ill hans er ekki bú­inn. Hann er kom­inn aft­ur í Rac­ing Bulls, lið með bíl sem get­ur vel skorað stig. Þar fer hann í bíl sem er tölu­vert auðveld­ari í akstri en aðal­málið er kannski að hann er kom­inn aft­ur í lið þar sem hann er ekki bor­inn sam­an við Max Verstapp­en,“ sagði Mar­ko um Liam Law­son.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka