Ein stuðhelgin enn framundan, segir Bjarni Jóhannsson

Ingi Sigurðsson rennir boltanum fram hjá Gunnleifi Gunnleifssyni markverði KR-inga.
Ingi Sigurðsson rennir boltanum fram hjá Gunnleifi Gunnleifssyni markverði KR-inga. Morgunblaðið/Ásdís

"Það er ein stuðhelgin framundan enn" sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Eyjamanna eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu annað árið í röð.

Íslandsmeistararnir fara með Íslandsbikarinn með Herjólfi til Vestmannaeyja í kvöld og þar taka eyjarskeggjar á móti liðinu sem unnið hefur bæði deild og bikar í ár. Bjarni sagði að lið ÍBV hefði spilað af mikilli festu og aga í leiknum í dag og tekist að koma í veg fyrir allar tilraunir KR-inga. „Við fengum óskabyrjun þegar Ingi Sigurðsson skoraði mark á 5. mínútu leiksins og það var gulls ígildi að ná að skora svona snemma gegn sterkri vörn KR-inga," sagði Bjarni. Hann sagði að nokkuð vonleysi hefði virst koma yfir KR-inga eftir að þeir misnotuðu vítaspyrnu á 39. mínútu leiksins. Ingi fór meiddur af leikvelli eftir að David Winnie braut á honum eftir 20 mínútna leik. Ingi var fluttur á slysadeild en Bjarni sagði að meiðsl Inga væru ekki jafn alvarleg og óttast var í fyrstu. Um tíma var talið að Ingi hefði fótbrotnað.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert