Einbeitum okkur að því jákvæða

Stemmningin er mjög góð í öllum hópnum, allir leikmennirnir eru brjálaðir og hungrar í sigur," sagði Einar Þór Daníelsson, fyrirliði og einn leikreyndasti leikmaður KR, þegar Morgunblaðið ræddi við hann árdegis í gær. Þá var fyrirliðinn staddur heima hjá sér, en síðar um daginn var tekin æfing á KR-vellinum og svo var haldið suður til Keflavíkur þar sem liðið mun dvelja fram að leik.
 Einar Þór gat ekki tekið þátt í úrslitaleiknum fræga gegn Skagamönnum fyrir tveimur árum, tók þá út leikbann. "Sá leikur var auðvitað hreinasta hörmung og við erum ákveðnir í að láta slíkt ekki endurtaka sig. Nú höfum við fengið tækifæri til þess, fyrr en margir áttu von á, og vonandi berum við gæfu til þess að nýta okkur það," segir Einar.

Sterk liðsheild




Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert