Eyjamenn Íslandsmeistarar 1998

Hlynur Stefánsson og Zoran Miljkovic hefja Íslandsbikarinn á loft.
Hlynur Stefánsson og Zoran Miljkovic hefja Íslandsbikarinn á loft. Morgunblaðið/Ásdís

ÍBV tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu annað árið í röð með því að sigra KR-inga í úrslitaleiknum um titilinn á KR-vellinum við Frostaskjól. Eyjamenn komust yfir snemma leiks og vörðust vel eftir það og fengu raunar öll bestu færin sjálfir.

Eyjamenn fengu óskabyrjun er Ingi Sigurðsson skoraði strax á 5. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Kristni Hafliðasyni inn fyrir vörn Eyjamanna. Ingi var síðan borinn af velli um stundarfjórðungi síðar en það virtist lítil áhrif hafa á leik þeirra. KR-ingar komust næst því að skora á 39. mínútu er þeir fengu vítaspyrnu en Guðmundur Benediktsson skaut ansi hátt yfir mark ÍBV úr spyrnunni. Eftir það virtist sem allur baráttukraftur væri úr KR-ingum.
KR-ingar reyndu að sækja í síðari hálfleik en gekk lítið að brjóta niður vörn gestanna og Eyjamenn áttu þrjú dauðafæri áður en Kristinn Lárusson bætti við marki á 78. mínútu. 0:1 á 5. mínútu
Kristinn Hafliðason stakk boltanum ínn fyrir vörn KR á Inga Sigurðsson sem lyfti boltanum yfir Gunnleif markvörð. 0:2 á 78. mínútu
Kristinn Lárusson fékk boltann utarlega í vítateig KR-inga og þrumaði boltanum úr þröngri stöðu upp í þaknet KR-inga. Byrjunarliðin:
KR: Gunnleifur Gunnleifsson, Bjarni Þorsteinsson, David Winnie, Þormóður Egilsson, Indriði Sigurðsson (Stefán Gíslason á 66.), Sigurður Örn Jónsson, Sigþór Júlíusson (Besim Haxhiajdini á 52.), Einar Þór Daníelsson, Þorsteinn Jónsson, Andri Sigþórsson, Guðmundur Benediktsson.
ÍBV: Gunnar Sigurðsson, Ívar Ingimarsson, Ívar Bjarklind, Kristján Halldórsson, Hjalti Jóhannesson (Kristján Georgsson á 86.), Zoran Miljkovic, Hlynur Stefánsson, Ingi Sigurðsson (Guðni Rúnar Helgason á 22.), Steinar Guðgeirsson, Kristinn Lárusson, Steingrímur Jóhannesson. Gul spjöld:
KR: David Winnie á 20. mínútu, Einar Þór Daníelsson á 25. mínútu, Andri Sigþórsson á 27. mínútu, Sigþór Júlíusson á 51. mínútu.
ÍBV: Kristinn Lárusson á 44. mínútu, Guðni Rúnar Helgason á 65. mínútu. Dómari:
Eyjólfur Ólafsson
Aðstoðardómarar:
Garðar Örn Hinriksson og Pjetur Sigurðsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert