ÍBV tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu annað árið í röð með því að sigra KR-inga í úrslitaleiknum um titilinn á KR-vellinum við Frostaskjól. Eyjamenn komust yfir snemma leiks og vörðust vel eftir það og fengu raunar öll bestu færin sjálfir.