Eyjamenn vel að sigrinum komnir, sagði þjálfari KR

Einar Þór Daníelsson fyrirliði KR-inga vonsvikinn að leik loknum.
Einar Þór Daníelsson fyrirliði KR-inga vonsvikinn að leik loknum. Morgunblaðið/Ásdís

„Eyjamenn eru vel að titlinum komnir. Lið sem vinnur bæði Íslands- og bikarmeistaratitil hlýtur að vera besta lið landsins," sagði Atli Eðvaldsson þjálfari KR-inga eftir leikinn í dag.

„Vissulega er alltaf sárt að tapa en þeir fengu óskabyrjun í leiknum og eftir það var ávallt á brattann að sækja. Við fengum okkar færi sem ekki nýttust, og svo var eitt mark tekið af okkur þegar dómarinn beitti ekki hagnaðarreglunni og dæmdi í staðinn vítaspyrnu sem ekki nýttist," sagði Atli. Hann sagði að KR-ingar kæmu reynslunni ríkari til leiks á næsta ári enda væri árangurinn í ár nú þegar betri en búist hefði verið við.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert