Nýliðar Þróttar féllu í dag úr Landssímadeildinni í knattspyrnu þrátt fyrir að vinna sinn fyrsta leik í seinni umferðinni. Þeir lögðu Keflvíkinga 1:0 í frekar tíðindalitlum baráttuleik á Valbjarnarvelli.
1:0 á 29. mínútu
Eftir mikla baráttu við endamörk Keflvíkinga barst boltinn yfir vítateiginn frá vinstri til hægri á Vigni Þór Sverrisson sem skallaði aftur inn á markteig og þar stakk Ingvar Ólason sér fram og skallaði í netið.
Byrjunarliðin:
Þróttur: Fjalar Þorgeirsson, Arnaldur Loftsson, Kristján Jónsson, Izudin Daði Dervic, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Hreinn Hringsson, Ingvar Ólason, Þorsteinn Halldórsson, Vignir Þ. Sverrisson, Páll Einarsson, Tómas Ingi Tómasson.
Keflavík: Bjarki Guðmundsson, Snorri Már Jónsson, Karl Finnbogason, Kristinn Guðbrandsson, Gestur Gylfason, Georg Birgisson, Gunnar Oddsson, Eysteinn Hauksson, Marco Tanasic, Róbert Sigurðsson, Þórarinn Kristjánsson.
Dómari:
Gylfi Orrason
Aðstoðardómarar:
Eyjólfur Finnsson og Einar Guðmundsson.