Blikastúlkur urðu í dag bikarmeistarar í áttunda sinn þegar þær unnu KR í úrslitaleik á Laugardalsvelli, 1:0. Margrét Ólafsdóttir skoraði sigurmarkið á síðustu mínútu leiksins og er Breiðablik því tvöfaldur meistari en liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn fyrir tveimur vikum síðan.