Hjálmar semur við Gautaborg til fimm ára

Hjálmar Jónsson, knattspyrnumaður úr Keflavík, komst í gær að samkomulagi um samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Gautaborg. Hann fer til Svíþjóðar á morgun, gengst undir læknisskoðun og skrifar í framhaldi af því undir samning til tæplega fimm ára, eða út árið 2006. Áður höfðu Keflavík og Gautaborg komist að samkomulagi um félagaskiptin. Hjálmar sagði við Morgunblaðið í gær að Gautaborg væri viðkunnanlegt félag og hann teldi að það væri gott stökk fyrir sig að fara þangað. "Tíminn verður síðan að leiða í ljós hvernig ég stend mig en það hefur vissulega lengi verið draumurinn að gerast atvinnumaður erlendis og nú er það orðið að veruleika," sagði Hjálmar, sem er 21 árs og var valinn leikmaður ársins hjá Keflavík í fyrra. Hann lék sína fyrstu tvo A-landsleiki gegn Kúveit og Sádi-Arabíu í janúar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert