Íslensk valkyrja vekur athygli vestanhafs

Á heimasíðu tímaritsins Playboy í Bandaríkjunum stendur yfir val á kynþokkafyllstu knattspyrnukonu landsins og hafa tæplega 30 þúsund manns tekið þátt í valinu.

Íslenska knattspyrnukonan Rakel Ögmundsdóttir er þessa stundina í öðru sæti í kjörinu með um 11% atkvæða á bak við sig en bandaríska stúlkan Heather Mills er með mikla yfirburði, hefur fengið um 53% atkvæða.

Mills, sem er varnarmaður, leikur með Philadelphia Charge í atvinnumannadeildinni vestanhafs en Rakel leikur einnig með því liði. Mills hefur verið með sína eigin sjónvarpsþætti í Philadelphiu og að auki er hún fremst í flokki í auglýsingaherferð sem fór af stað fyrir skemmstu og skýrir það að nokkru leyti yfirburði hennar.

Í kynningu vefsíðunnar er Rakel, sem gengur undir nafninu "Ice Ice Baby", sögð koma næst í röðinni á eftir tónlistarkonunni Björk er Bandaríkjamenn eru inntir eftir þekktum Íslendingum. Íslenska landsliðskonan er sögð vera einkar glæsileg á velli og ljósir lokkar hennar veki mikla athygli hvar sem hún komi.

Rakel hefur búið alla sína tíð í Bandaríkjunum og á íslenska foreldra en hún lék með liði Breiðabliks fyrir tveimur árum og varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu. Rakel skoraði 22 mörk í úrvalsdeildinni og varð næstmarkahæst á eftir Olgu Færseth, sem skoraði 26 mörk.

Rakel hefur lítið leikið með Charge að undanförnu þar sem hún er að jafna sig eftir að hafa slitið krossband í hné fyrr á þessu ári.

Rakel notar eftirnafnið Karvelsson vestanhafs en faðir hennar heitir Ögmundur Karvelsson og er hægt að skoða stöðu mála inni á slóðinni www.playboy.com/sports/features/wusa/.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert