Fótbolti: Fram prófar Hollendinginn Jeroen van Wetten

Jeroen van Wetten, 23 ára hollenskur knattspyrnumaður, verður til reynslu hjá Frömurum næstu dagana. Þeir fara í dag til Farum í Danmörku þar sem þeir dvelja í æfingabúðum til miðvikudags og van Wetten kemur til móts við þá þar. Hann er á mála hjá hollenska úrvalsdeildarliðinu Roosendaal og hefur skorað mikið fyrir varalið félagsins, en hefur aðeins fengið tækifæri í tveimur leikjum með því í úrvalsdeildinni í vetur. Til stóð að van Wetten kæmi til reynslu hjá ÍBV en ekkert varð af því.

"Við ætlum að skoða þennan leikmann, sem við vitum í sjálfu sér mjög lítið um. Okkur vantar sóknarmann þar sem útlitið er ekki gott með Þorbjörn Atla Sveinsson, sem hefur ekki getað æft með okkur undanfarna sex mánuði vegna meiðsla," sagði Brynjar Jóhannesson hjá meistaraflokksráði Fram við Morgunblaðið í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert