Sölvi fékk sex sentímetra skurð

Frá leik Íslendinga og Ungverja í gær.
Frá leik Íslendinga og Ungverja í gær. mbl.is/Golli

Sölvi Geir Ottesen, miðvörður íslenska 21-árs landsliðsins í knattspyrnu, fékk 6 sentímetra langan skurð á hvirfilinn í leiknum gegn Ungverjum, sem fram fór í Víkinni, hinum gamla heimavelli Sölva. Hann lék með Víkingi áður en hann gekk til liðs við Djurgården í Svíþjóð í fyrra. Þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum skölluðu þeir saman, Sölvi og ungverska varnartröllið Péter Máté. Sá ungverski lá eftir en hélt síðan áfram en Sölvi rölti af velli og gat ekki komið meira við sögu.

Það yrði mikið áfall fyrir íslenska liðið ef Sölvi yrði ekki orðinn leikfær á ný á þriðjudag þegar það mætir Möltu. Hinn miðvörðurinn, Tryggvi Bjarnason, fékk rauða spjaldið gegn Ungverjum og verður í banni gegn Möltu. Eyjólfur Sverrisson, þjálfari 21-árs landsliðsins, sagði við Morgunblaðið eftir leikinn að ljóst væri að hann yrði að kalla nýja leikmenn inn í hópinn áður en kæmi að þeim leik, því fleiri leikmenn íslenska liðsins væru tæpir vegna meiðsla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert