Sigurmark Garðars – Stefán rautt

Garðar B. Gunnlaugsson tryggði Norrköping sigur á Åtvitaberg, 1:0, í fyrstu umferð sænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld. Garðar kom inn á sem varamaður á 78. mínútu og skoraði markið þremur mínútum fyrir leikslok. Stefán Þ. Þórðarson kom líka mikið við sögu hjá Norrköping en hann fékk gula spjaldið tvisvar á lokamínútum leiksins og var rekinn af velli rétt áður en flautað var af.

*Sigurður Jónsson stýrði Djurgården til síns fyrsta sigurs í sænsku úrvalsdeildinni í gær, 2:0 gegn Halmstad. Sölvi Geir Ottesen lék síðustu fimm mínúturnar með Djurgården.

*Ólafur Ingi Skúlason lék síðustu 10 mínúturnar með Helsingborg sem vann Gefle, 3:1. Henrik Larsson innsiglaði sigur Helsingborg með marki í lokin.

*Jóhann B. Guðmundsson lék allan leikinn með GAIS sem tapaði fyrir Malmö FF, 1:0. Eyjólfur Héðinsson var ekki í leikmannahópi GAIS.

*Brann lagði Strömsgodset, 3:1, í norsku úrvalsdeildinni. Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason léku allan leikinn með Brann en Ármann Smári Björnsson sat á varamannabekk liðsins allan tímann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert