Nýliðinn Ragnar Sigurðsson í byrjunarliði Íslands

Ragnar Sigurðsson, hér í leik með Fylki gegn FH, er …
Ragnar Sigurðsson, hér í leik með Fylki gegn FH, er í byrjunarliði Íslands í kvöld. Árni Torfason

Ragnar Sigurðsson, leikmaður IFK Gautaborg í Svíþjóð, er í byrjunarliði Íslands gegn Kanada í kvöld og leikur þar með sinn fyrsta A-landsleik. Þeir Daði Lárusson, markvörður FH, og Baldur Ingimar Aðalsteinsson úr Val eru líka í fyrsta skipti í byrjunarliði Íslands en leikur þjóðanna hefst á Laugardalsvellinum kl. 18.05.

Liðið er þannig skipað:

Markvörður: Daði Lárusson.

Varnarmenn: Grétar Rafn Steinsson, Ívar Ingimarsson, Ragnar Sigurðsson, Hermann Hreiðarsson.

Miðjumenn: Kári Árnason, Brynjar Björn Gunnarsson, Jóhannes Karl Guðjónsson.

Kantmenn: Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Emil Hallfreðsson.

Framherji: Gunnar Heiðar Þorvaldsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert