Allt stefnir í að Gautaborg verði sænskur meistari

Ragnar Sigurðsson er að vanda í liði Gautaborgar.
Ragnar Sigurðsson er að vanda í liði Gautaborgar. Ómar Óskarsson

Það stefnir allt í að IFK Gautaborg, lið þeirra Ragnars Sigurðssonar og Hjálmars Jónssonar, verði sænskur meistari í dag. Búið að flauta til hálfleiks í leikjum lokaumferðinnar og er Gautaborg 2:0 yfir gegn Trelleborg. Markalaust jafntefli er hjá Djurgården, sem Sigurður Jónsson stýrir, en fyrir lokaumferðina eru Gautaborg og Djurården efst með 46 stig og Kalmar hefur 45.

Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson eru báðir í byrjunarliði Gautaborgar en Sölvi Geir Ottesen er á meðal varamanna hjá Djurgården.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert