Sölvi fór í aðgerð á hné

Sölvi Geir Ottesen, leikmaður sænska knattspyrnuliðsins Djurgården, gekkst á dögunum undir aðgerð á hné vegna skaddaðs liðþófa. Á vef Djurgården er sagt að hann verði kominn í gang á ný eftir 3-4 vikur.

Sölvi, sem er 24 ára gamall varnarmaður og hefur leikið tvo A-landsleiki fyrir Ísland, hefur spilað í hálft fjórða ár með Stokkhólmsliðinu en hefur á þeim tíma misst talsvert úr vegna meiðsla. Hann spilaði 14 af 26 leikjum liðsins í úrvalsdeildinni í fyrra en það endaði þá í þriðja sætinu, undir stjórn Sigurðar Jónssonar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert