Eiður lék allan tímann í tapleik Barcelona

Eiður Smári og félagar hans í Barcelona töpuðu fyrir Deportivo …
Eiður Smári og félagar hans í Barcelona töpuðu fyrir Deportivo La Coruna í kvöld. Reuters

Eiður Smári Guðjohnsen spilaði allan tímann með Barcelona í kvöld þegar liðið tapaði fyrir Deportivo La Coruna, 2:0, í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu á Riazor vellinum í La Coruna. Eiður átti fínan leik í fyrri hálfleik en hafði frekar hægt um sig í þeim síðari.

Barcelona er í þriðja sæti deildarinnar og er 11 stigum á eftir Real Madrid sem er í toppsætinu og með sigri á Bilbao á morgun tryggir Madridarliðið sér titilinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka