ÍA var ekki langt frá því að vinna upp þriggja marka forskot finnska liðsins Honka þegar liðin mættust í kvöld í seinni leiknum í 1. umferð UEFA-bikarsins á Akranesvelli, en niðurstaðan í kvöld var 2:1 sigur ÍA og Honka vann því samanlagt 4:2. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á mbl.is.
Skagamenn komust í 2:0 með mörkum Helga Péturs Magnússonar og Björns
Bergmanns Sigurðarsonar og eftir að hafa fengið nokkur tækifæri til að
komast í 3:0 tókst Honka að minnka muninn með marki 20 mínútum fyrir
leikslok og þar við sat.
Byrjunarlið ÍA: Trausti Sigurbjörnsson - Árni Thor Guðmundsson, Dario Cingel, Helgi Pétur Magnússon, Igor Bilokapic - Guðmundur Böðvar Guðjónsson, Árni Ingi Pjetursson, Jón Vilhelm Ákason, Stefán Þór Þórðarson, Björn Bergmann Sigurðarson - Vjekoslav Svadumovic.