Bjartsýni fyrir bikarúrslitaleik

Herskari manna reynir að gera Laugardalsvöllinn kláran fyrir morgundaginn.
Herskari manna reynir að gera Laugardalsvöllinn kláran fyrir morgundaginn. Árni Sæberg

Hjá Knattspyrnusambandi Íslands eru menn vongóðir um að það náist að ryðja Laugardalsvöll og gera hann leikhæfan fyrir bikarúrslitaleik Fjölnis og KR á morgun.

Vinna menn þar nú baki brotnu að skafa mesta snjóinn af vellinum. Sagði Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, menn þokkalega bjartsýna en í versta falli yrði leiknum frestað til sunnudagsins ef veður versna aftur í kvöld eða nótt.

„Þetta ætti að takast eins og staðan er nú að því gefnu að það snjó ekki meira en orðið er. Þá tökum við stöðuna upp á nýtt en ef til frestunar kæmi yrði það aðeins fram á sunnudag.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka