Norskur knattspyrnumaður, Alexander Söderlund að nafni, kemur til landsins síðdegis og verður til reynslu hjá Íslandsmeisturum FH næstu daga.
Pétur Stephensen, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH, staðfesti þetta við mbl.is í dag.
Söderlund er 21 árs gamall og var síðast á mála hjá Botev Plodiv í Búlgaríu en þar á undan hjá Treviso á Ítalíu. Hann er hávaxinn, 1,95 m á hæð.
Fyrirhugað er að Söderlund leiki með FH-ingum á laugardaginn þegar þeir mæta færeyska liðinu Víkingi í æfingaleik í Kórnum í Kópavogi.