Yfirburðir og 8:0 gegn San Marino

Hólmar Örn Eyjólfsson er hér að skalla boltann í netið …
Hólmar Örn Eyjólfsson er hér að skalla boltann í netið hjá San Marinó. mbl.is/Árni Sæberg

Ísland vann yfirburðasigur á San Marino, 8:0, í Evrópukeppni 21-árs landsliða í knattspyrnu á Laugardalsvellinum í kvöld. Jóhann Berg Guðmundsson skoraði þrennu fyrir íslenska liðið sem er þá komið í annað sætið í riðlinum með 6 stig eftir 3 leiki.

Rúrik Gíslason fyrirliði skoraði tvö markanna og þeir Hólmar Örn Eyjólfsson, Almarr Ormarsson og Kristinn Steindórsson gerðu sitt markið hver.

Íslenska liðið leikur aftur strax á þriðjudag þegar það tekur á móti Norður-Írlandi á Grindavíkurvelli.

Lið Íslands: Haraldur Björnsson - Skúli Jón Friðgeirsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Jón Guðni Fjóluson, Hjörtur Logi Valgarðsson - Guðmundur Kristjánsson, Bjarni Þór Viðarsson, Almarr Ormarsson - Rúrik Gíslason fyrirliði, Kolbeinn Sigþórsson, Jóhann Berg Guðmundsson.
Varamenn: Óskar Pétursson, Jósef K. Jósefsson, Kristinn Steindórsson, Andrés Már Jóhannesson, Elfar Freyr Helgason, Jóhann Laxdal.

Lið San Marino: Fredrico Casadei - Raffaele Carlini, Mattia Casadei, Maicol Berretti, Alex Della Valle, Michele Cervellini, Nicola Canini, Matteo Coppini, Achille Della Valle, Matteo Vitaioli fyrirliði, Alessandro Bianchi.
Varamenn: Eros Gobbi, Alessandro Canini, Matteo Giannoni, Lorenzo Gasperoni, Pier Filippo Mazza, Andrea Venerucci, Marco Rosti.

Ísland U21 8:0 San Marino opna loka
90. mín. Andrés Már Jóhannesson (Ísland U21) á skot í þverslá þrumuskot í þverslá og niður af 30 m færi. Mikill þrumufleygur!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka