Edda og Dóra í landsliðshópnum

Edda Garðarsdóttir í landsleik gegn Þjóðverjum á EM í fyrra.
Edda Garðarsdóttir í landsleik gegn Þjóðverjum á EM í fyrra. mbl.is/Golli

Miðjumennirnir Edda Garðarsdóttir og Dóra Stefánsdóttir koma aftur inn í landsliðshópinn í knattspyrnu sem mætir Serbíu og Króatíu í undankeppni HM í lok mánaðarins. Þær gátu ekki tekið þátt í Algarve bikarnum á dögunum vegna meiðsla. Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari tilkynnti val sitt á blaðamannafundi í hádeginu.

Guðrún Gunnarsdóttir Djurgárden og Katrín Ómarsdóttir KR eru ekki leikfærar vegna meiðsla.  Erla Steina Arnardóttir Kristianstad, Ásta Árnadóttir Val og Kristín Ýr Bjarnadóttir Val eru áfram utan hópsins. Berglind Björg Þorvaldsdóttir Breiðabliki, Mist Edvardsdóttir KR og Elínborg Ingvarsdóttir Grindavík voru nýliðar í hópnum á Algvarve en detta út. Ísland var með 20 manna hóp á Algarve en hópurinn sem Sigurður valdi nú er 18 manna hópur. 

Dagný Brynjarsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir leikmenn Vals halda sæti sínu í landsliðshópnum en þær léku sína fyrstu landsleiki á Algarve.

Hópurinn er þannig skipaður: 

Markverðir: 

Þóra B. Helgadóttir Malmö

Guðbjörg Gunnarsdóttir Djurgárden

Aðrir leikmenn:

Katrín Jónsdóttir Val

Edda Garðarsdóttir Örebro

Margrét Lára Viðarsdóttir Kristianstad

Dóra María Lárusdóttir Val

Hólmfríður Magnúsdóttir KR

Dóra Stefánsdóttir Malmö

Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir Örebro

Erna Björk Sigurðardóttir Breiðabliki

Sara Björk Gunnarsdóttir Breiðabliki

Rakel Hönnudóttir Þór/KA

Rakel Logadóttir Val

Sif Atladóttir FC Saarbrucken

Guðný Björk Óðinsdóttir Kristianstad

Fanndís Friðriksdóttir Breiðabliki

Dagný Brynjarsdóttir Val

Thelma Björk Einarsdóttir Val

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka