Sölvi Geir fyrirliði Íslands

Sölvi Geir Ottesen ber fyrirliðabandið annað kvöld.
Sölvi Geir Ottesen ber fyrirliðabandið annað kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sölvi Geir Ottesen, miðvörður FC Köbenhavn, verður fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu þegar það mætir Noregi í undankeppni EM á Laugardalsvellinum annað kvöld.

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari Íslands staðfesti þetta í viðtali á Stöð 2 rétt í þessu.

Sölvi Geir er 26 ára gamall og hefur leikið 12 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Heiðar Helguson hefur verið fyrirliði Íslands í undanförnum leikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert