Frægð leikmanna úrvalsdeildarliðs Stjörnunnar í knattspyrnu fer víða vegna óvenjulegra aðferða þeirra við að fagna mörkum. Í einhverjum vinsælasta fótboltatíma í frönsku sjónvarpi var sérstakt innslag með þeim þar sem fjallað er um þetta, með viðtölum við leikmenn, forráðamenn og sjálfa fegurðardrottningu Íslands.
Þessi þáttur heitir Telefoot og er sýndur fyrir hádegi á sunnudögum, nokkurs konar magasín, á stærstu stöðinni, TF1. Þetta er vinsæll þáttur og allt þar vel gert og framreitt á áhugaverðan hátt.