„Fjölskyldan með forgang á fótboltann“

Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen. mbl.is

Sölvi Geir Ottesen verður fjarri góðu gamni þegar samherjar hans í FC Köbenhavn mæta rússneska liðinu Rubin austur í Kazan síðdegis í dag. Þar geta dönsku meistararnir gulltryggt sér sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Unnusta Sölva á von á barni og því varð ekkert af því að hann flygi með liðinu til Kazan í gærmorgun. Hann fór ekki með landsliðinu til Ísraels í síðustu viku af sömu ástæðum.

„Þetta er búin að vera löng bið og hún er komin þrjá daga fram yfir tímann. En svona er þetta bara, fjölskyldan hefur forgang á fótboltann og því fór ég ekki með,“ sagði Sölvi við Morgunblaðið í gær.


Nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert