Ólafsvíkingar tóku stig á Skaganum

Frá viðureign Leiknis og Selfoss á Leiknisvelli í kvöld.
Frá viðureign Leiknis og Selfoss á Leiknisvelli í kvöld. mbl.is>Árni Sæberg

Skagamenn töpuðu í kvöld sínum fyrstu stigum í 1. deild karla í knattspyrnu þegar þeir gerðu 1:1 jafntefli við Víking frá Ólafsvík í Vesturlandsslag á Akranesi. ÍR vann Fjölni 3:2 í Grafarvogi, Þróttur vann HK 2:1 í Kópavogi og Leiknir R. og Selfoss gerðu 1:1 jafntefli í Breiðholti.

Eftir leikina er ÍA með 10 stig, Haukar 9, KA er með 7, Þróttur R. 7, BÍ/Bolungarvík 6, Fjölnir 6, ÍR 6, Grótta 5, Selfoss 4, Leiknir R. 3, Víkingur Ó. 2 og HK 1 stig. Staðan í heild.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Staðan í leikjunum:
20.00 ÍA - Víkingur Ó. 1:1 LEIK LOKIÐ
20.00 HK - Þróttur R. 1:2 LEIK LOKIÐ
20.00 Fjölnir - ÍR 2:3 LEIK LOKIÐ
20.00 Leiknir R. - Selfoss 1:1 LEIK LOKIÐ

21.59 LEIK LOKIÐ á Fjölnisvelli þar sem ÍR sigrar Fjölni 3:2.

21.57 LEIK LOKIÐ á Leiknisvelli þar sem Leiknir R. og Selfoss gera jafntefli, 1:1, í all fjörugum leik.

21.53 LEIK LOKIÐ á Kópavogsvelli. Þróttarar héldu út þunga pressu HK á lokakaflanum og sigra 2:1.

21.51 MARK Á FJÖLNISVELLI - 2:3. Ómar Hákonarson minnkar muninn fyrir Fjölni á 89. mínútu.

21.49 LEIK LOKIÐ á Akranesi þar sem ÍA tapar sínum fyrstu stigum í 1:1 jafntefli gegn Víkingi Ó.

21.44 MARK Á KÓPAVOGSVELLI - 1:2. HK minnkar muninn. Eftir aukaspyrnu sendir Aaron Palomares fyrir mark Þróttar frá hægri og Samúel Arnar Kjartansson nær að snúa sér með boltann á markteignum og afgreiða hann í netið.

21.39 KÓPAVOGSVÖLLUR - Þróttarar voru nærri því að skora þriðja markið gegn HK á 80. mínútu þegar Oddur Björnsson komst einn innfyrir vörn HK. Ögmundur Ólafsson varði glæsilega frá honum.

21.37 Ekkert hefur gerst í seinni hálfleik á Leiknisvelli eða Fjölnisvelli. ÍR er áfram 3:1 yfir gegn Fjölni og Leiknir R. og Selfoss eru jöfn, 1:1.

21.25 MARK Á AKRANESVELLI - 1:1. Skagamenn jafna metin gegn Víkingi Ó. Hjörtur Júlíus Hjartarson fær boltann inní vítateiginn þar sem hann er einn gegn Einari markverði og skorar örugglega, á 68. mínútu.

21.18 MARK Á AKRANESVELLI - 0:1. Óvænt á Akranesi þar sem Ólafsvíkingar ná forystu á 57. mínútu. Aukaspyrna að marki Skagamanna, þeir ná ekki að hreinsa og boltinn fellur fyrir Edin Beslija sem skorar.

21.15  MARK Á KÓPAVGSVELLI - 0:2. Þróttarar fá vítaspyrnu í sinni fyrstu sókn í seinni hálfleik gegn HK, á 57. mínútu. Sveinbjörn Jónasson skorar úr spyrnunni, sitt annað mark.

21.04 SEINNI HÁLFLEIKUR kominn af stað.

20.55 HÁLFLEIKUR á Fjölnisvelli þar sem ÍR er yfir, 3:1, og á Leiknisvelli þar sem staðan er 1:1 hjá Leikni R. og Selfossi.

20.49 HÁLFLEIKUR á Akranesvelli og staðan 0:0 hjá ÍA og Víkingi Ó. Engu munaði að Ólsarar kæmust yfir á 43. mínútu þegar þeir áttu hörkuskot í þverslána á marki Skagamanna.

20.48 HÁLFLEIKUR á Kópavogsvelli og staðan 0:1 fyrir Þrótti.

20.43 MARK Á FJÖLNISVELLI - 1:3. ÍR nær tveggja marka forystu á ný á 35. mínútu. Árni Freyr Guðnason nýtir sér mistök Gunnars Vals Gunnarssonar fyrirliða, sleppur innfyrir vörnina og skorar sitt annað mark.

20.32 KÓPAVOGSVÖLLUR - HK hefur sótt talsvert eftir að Þróttarar náðu forystunni. Ólafur V. Júlíusson fékk besta færið til að jafna á 29. mínútu en skaut hárfínt yfir þverslána frá vítateig.

20.30 MARK Á LEIKNISVELLI - 1:1. Selfyssingar jafna metin á 28. mínútu og þar er Viðar Örn Kjartansson á ferð.

20.27 AKRANESVÖLLUR - 0:0. Lítið hefur gerst í leik ÍA og Víkings Ó. á Akranesi, nema það að á 20. mínútu skaut Hjörtur Júlíus Hjartarson í stöngina á marki Ólsara. Annars hafa Skagamenn verið meira með boltann en lítið komist áleiðist gegn vel skipulögðum Víkingum.

20.22 MARK Á FJÖLNISVELLI - 1:2. Fjölnismenn minnka muninn á 17. mínútu þegar Styrmir Árnason skorar með skalla.

20.17 MARK Á KÓPAVOGSVELLI - 0:1. Þróttarar ná forystunni á 14. mínútu. Dusan Ivkovic kemst inní sendingu við miðju og sendir beint á Sveinbjörn Jónasson á vinstri kantinum. Hann leikur inní vítateiginn og skorar með fallegu skoti í markhornið fjær.

20.12 MARK Á LEIKNISVELLI - 1:0. Leiknismenn ná forystunni gegn Selfossi þegar Fannar Þór Arnarsson skorar með skalla eftir aukaspyrnu.

20.09 MARK Á FJÖLNISVELLI - 0:2. ÍR-ingar skora aftur í Grafarvogi og nú er það Árni Freyr Guðnason á 5. mínútu. Ótrúleg byrjun.

20.07 MARK Á FJÖLNISVELLI: 0:1 Jón Gísli Ström eftir 47 sekúndur og kemur ÍR yfir.  Brynjar Benediktsson komst síðan einn í gegnum vörn Fjölnis eftir 2 mínútur en náði ekki að skora.

20.01 Flautað til leiks í leikjunum fjórum, á Kópavogsvelli, Akranesvelli, Fjölnisvelli og Leiknisvelli.

19.56 Fyrir leikina fjóra eru Skagamenn eina ósigraða liðið í deildinni. Leiknir R., Víkingur Ó. og HK hafa ekki unnið leik. Spurning hvort breyting verður á þessu í kvöld

19.49  Eftir leikina tvo í dag eru ÍA og Haukar í efstu sætum með 9 stig, KA er með 7, BÍ/Bolungarvík 6, Fjölnir 6, Grótta 5, Þróttur R. 4, Selfoss 3, ÍR 3, Leiknir R. 2, Víkingur Ó.  og HK 1 stig. Staðan í heild.

19.19 Grótta  vann BÍ/Bolungarvík fyrr í dag, 1:0, þar sem Viggó Kristjánsson skoraði sigurmarkið á 76. mínútu. Haukar sigruðu KA í Boganum á Akureyri, 2:0, og þar skoruðu Hilmar Rafn Emilsson og Hilmar Trausti Arnarsson snemma leiks.

19.17 Leikskýrslurnar úr leikjunum eru komnar á netið og sjá má liðsskipan hér:

HK - Þróttur R.

Fjölnir - ÍR.

ÍA - Víkingur Ó.

Leiknir R. - Selfoss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert