Þrjár með öllum fjórum landsliðunum

Sandra María Jessen, Glódís Perla Viggósdóttir og Elín Metta Jensen …
Sandra María Jessen, Glódís Perla Viggósdóttir og Elín Metta Jensen eru allar með A-landsliðinu í Noregi. mbl.is/Kristinn

Þrír yngstu leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafa náð þeim óvenjulega árangri á þessu ári að spila með öllum fjórum landsliðum Íslands.

Þær Sandra María Jessen úr Þór/KA, Glódís Perla Viggósdóttir úr Stjörnunni og Elín Metta Jensen úr Val eru allar fæddar árið 1995. Þær voru allar í U17 ára landsliðinu sem lék í milliriðli Evrópumótsins í apríl og var hársbreidd frá því að komast í fjögurra liða úrslit annað árið í röð.

Þær spiluðu líka allar þrjár með U19 ára landsliðinu sem spilaði í milliriðli EM hálfum mánuði áður.

Í ágúst komu þær allar við sögu með fyrsta 23-ára landsliði Íslands sem sótti Skota heim í vináttulandsleik.

Og þær hafa allar hlotið eldskírn sína með A-landsliðinu í sumar. Sandra og Elín spiluðu fyrst í 3:0-sigrinum gegn Ungverjalandi, Glódís og Sandra léku vináttuleik gegn Skotlandi og allar þrjár léku gegn Norður-Írlandi á laugardaginn. Elín allan leikinn og hinar tvær komu báðar inn á. Sandra skoraði í tveimur fyrstu leikjum sínum, gegn Ungverjalandi og Skotlandi. Allar eru þær núna í Noregi með íslenska liðinu sem mætir því norska í úrslitaleiknum um EM-sætið á Ullevaal í kvöld. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert