Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, sem í dag leikur sinn 160. A-landsleik, verður fyrirliði íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í handknattleik.
Hrafnhildur tók við fyrirliðastöðunni fyrir heimsmeistaramótið í Brasilíu í fyrra þegar Rakel Dögg Bragadóttir sleit krossband skömmu fyrir mótið. Rakel Dögg hafði þá verið fyrirliði landsliðsins um skeið. Nú er Rakel Dögg mætt til leiks á nýjan leik með landsliðinu en endurheimtir ekki fyrirliðastöðuna. Hrafnhildur Ósk heldur sínu hlutverki áfram eins og undanfarið ár .