Babacar Sarr orðinn leikmaður Start

Babacar Sarr.
Babacar Sarr. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Senegalski knattspyrnumaðurinn Babacar Sarr sem spilað hefur með Selfyssingum síðustu tvö keppnistímabil er genginn í raðir norska úrvalsdeildarliðsins Start.

Fram kemur á vef norska liðsins að Sarr hafi skrifað undir fjögurra ára samning við Start en áður höfðu forráðamenn félagsins komist að samkomulagi við Selfyssinga um kaup á leikmanninum.

Sarr verður þar með samherji Matthíasar Vilhjálmssonar og Guðmundar Kristjánssonar. Þeir voru í láni hjá Start á leiktíðinni og áttu stóran þátt í að tryggja liðinu sæti í úrvalsdeildinni. Þeir hafa báðir skrifað undir samning við Start en áður hafði norska liðið náð samkomulagi við Breiðablik og FH um kaupin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert