Eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag gekk Josip Simunic, einn reynslumesti leikmaður Króatíu, langt yfir strikið í fagnaðarlátum eftir sigurinn á Íslandi í gærkvöld. Hann fagnaði ásamt stuðningsmönnum með því að kyrja kveðju sem fasistahreyfingin Ustase notaði í seinni heimsstyrjöldinni.
Simunic tók reyndar ekki bara þátt heldur stýrði söngnum. Hann kyrjaði „za dom!“ sem þýðir „fyrir ættjörðina!“, og stuðningsmennirnir svöruðu með orðunum „spremni!“ sem þýða mætti sem „fram í rauðan dauðann“.
Myndband af Simunic, með hljóðnema í hönd, má sjá hér að neðan.