Alfreð á leið til Spánar

Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. AFP

Miklar líkur eru á því að Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu, gangi til liðs við spænska félagið Real Sociedad á næstu dögum.

Spánverjarnir hafa gert Heerenveen tilboð í Alfreð og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er nú aðeins beðið eftir því að félögin nái saman. Alfreð mun þegar vera búinn að komast að samkomulagi við forráðamenn spænska félagsins um kaup og kjör.

Eins og menn muna er þó ekkert öruggt í þessum efnum því forráðamenn Heerenveen hafa til þessa verið afar stífir í öllum viðræðum varðandi Alfreð.

Nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert