Gunnar Heiðar til liðs við Häcken

Gunnar Heiðar Þorvaldsson fagnar marki með Norrköping.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson fagnar marki með Norrköping. Ljósmynd/ifknorrkoping.se

Gunnar Heiðar Þorvaldsson knattspyrnumaður frá Vestmannaeyjum skrifar í dag undir samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Häcken frá Gautaborg til eins og hálfs árs, út árið 2015.

Gunnar gekk frá málum við Häcken í gær, eftir að hafa fengið sig lausan frá Konyaspor í Tyrklandi þar sem hann lék á síðasta tímabili.

„Það er mikill léttir að þetta skuli vera í höfn. Það tók sinn tíma að ganga frá málum við Konyaspor en það tókst að lokum, ég gekk frá starfslokasamningi og fer þaðan án greiðslu. Mér líst geysilega vel á mig hjá Häcken og nú er ég loksins kominn í topplið. Mér hefur gengið vel sjálfum með liðum í Svíþjóð en ekki verið áður verið í liði í toppbaráttu,“ sagði Gunnar Heiðar við Morgunblaðið í gærkvöld.

Häcken er í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, á eftir Malmö og AIK, þegar deildin er hálfnuð.

Sjá fréttina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert