Spánarmeistarar Atlético Madríd hafa samið við ítalska framherjann Alessio Cerci til þriggja ára. Cerci kemur til Atlético frá Torino á Ítalíu.
Cerci er 27 ára og skoraði 13 mörk fyrir Torino á síðustu leiktíð. Hann á að baki 13 A-landsleiki fyrir Ítalíu.
Fylgist með félagaskiptaglugganum í beinni hér á mbl.is í allan dag.