Sif Atla er komin fjóra mánuði á leið

Sif Atladóttir
Sif Atladóttir mbl.is/Eva Björk

Sif Atladóttir, landsliðsmiðvörður í knattspyrnu, lék ekki með Kristianstad síðustu mánuði tímabilsins í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún er með barni.

Sif missti af bikarúrslitaleik liðsins í ágúst og var ekki í A-landsliðshópnum sem mætti Danmörku í leiknum mikilvæga í undankeppni HM í sama mánuði.

Þá var ástæðan sögð sú að hún glímdi við bakmeiðsli en raunin var sú að hún var orðin ólétt og er nú komin um það bil fjóra mánuði á leið.

Úr leik á næsta ári

Þetta þýðir að Sif mun missa af fyrri hluta næsta keppnistímabils með Kristianstad, hið minnsta, og hugsanlega fyrstu landsleikjum Íslands í nýrri undankeppni EM.

Sif er 29 ára gömul og hefur leikið með Kristianstad frá árinu 2011 en þar áður spilaði hún með þýska liðinu Saarbrücken. Sif á að baki 53 leiki með landsliðinu en hún lék fyrst með því árið 2007. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert