Hjálmar tekur eitt ár til viðbótar

Hjálmar Jónsson.
Hjálmar Jónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er í viðræðum við Gautaborg um að taka eitt ár til viðbótar. Það er ekki í höfn ennþá en ég býst fastlega við því það verði að veruleika. Ég hef átt frábæran tíma hjá félaginu og ég væri varla búinn að vera svona lengi hjá liðinu ef ég væri ekki sæll og glaður,“ sagði knattspyrnumaðurinn Hjálmar Jónsson við Morgunblaðið í gær en hann spilar með sænska úrvalsdeildarliðinu Gautaborg og hefur gert það um árabil.

Hjálmar var að ljúka sinni 13. leiktíð með Gautaborgarliðinu.

Hann er 34 ára gamall og hóf feril sinn með Hetti á Egilsstöðum. Þaðan lá leiðin til Keflavíkur þar sem hann lék með Suðurnesjaliðinu frá 1999 til 2001 en frá árinu 2002 hefur Hjálmar leikið með IFK Gautaborg. Enginn úr leikmannahópi liðsins í dag hefur spilað lengur með félaginu og hefur hann fengið viðurnefnið pabbinn í Gautaborgarliðinu.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert