Hólmar kallaður inn í landsliðshópinn

Hólmar Örn Eyjólfsson í búningi Rosenborgar.
Hólmar Örn Eyjólfsson í búningi Rosenborgar. Ljósmynd/rbk.no

Hólmar Örn Eyjólfsson leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Rosenborg hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu fyrir vináttuleikinn gegn Belgum sem fram fer í Brussel á miðvikudaginn.

Hólmar kemur í hópinn fyrir Kára Árnason sem glímir við meiðsli í tá en Kári stefnir á að vera klár í slaginn á sunnudaginn þegar Íslendingar mæta Tékkum í undankeppni EM.

Hólmar Örn hefur átt góðu gengi að fagna með Rosenborg frá því hann kom til liðsins í ágúst. Hann lék sinn 10. deildarleik með liðinu í dag þegar það tryggði sér annað sæti í lokaumferðinni með 4:1-sigri gegn Strömsgodset.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert